Gutti
Landmannalugar 2004
Skófluklif
Hekla 2003
Vatnajökull 2003
Hrafntinnusker 2003
Hekluvegur
Ţjófahraun
Hrafntinnusker 2002
Landmannalaugar
Grímsfjall
Kjölur
Tölvupóstur
Búnađur
Klaki
Kári
Langjökull, 16 apríl 2000

Langjökull, 16 apríl 2000

Ađ morgni pálmasunnudags héldu Kristinn Torfason, Andri Einarsson og undirritađur í sunnudags bíltúr á Langjökul. Faraskjótar voru Isuzu Trooper '87 og Ford Bronco '79.

Ekiđ var yfir Mosfellsheiđi og inn á Gjábakkaveg. Vegagerđin var ađ láta moka Gjábakkaveginn og var jarđýtan komin langleiđina ađ Dímon. Rétt áđur en viđ náđum jarđýtunni, var látiđ blístra úr dekkjum og akstur á snjó hófst.
Allar myndir stćkka ef smellt er á ţćr.

Í Ţjófahrauni var frábćrt fćri en umferđ í meira lagi.

Framundan var Skjaldbreiđ

en Skriđan og Hlöđufell á hćgri hönd.

Mjög mikill snjór er í gígnum í tindi Skjaldbreiđar.

Útsýni var frábćrt, á myndinni sjást Hlöđufell og Kálfstindur.

Andri renndi sér á skíđum norđur af Skjaldbreiđ, í átt ađ Tjaldafelli, sem er fyrir miđri mynd. Langjökull er í baksýn, Geitlandsjökull lengst til vinstri.

Farin var venjuleg leiđ upp á Langjökul, vestan Klakks, yfir vesturbungu Langjökuls og stefna tekin í átt ađ Eiríksjökli.

Síđan var snúiđ til baka og ekiđ upp á Geitlandsjökul, ţađan sem myndin er tekin. Hlöđufell og Skjaldbreiđur sjást vel.

Andri renndi niđur af Geitlandsjökli ađ skála viđ jökuljađar. Strútur, Hafrafell og Eiríksjökull sjást í bakgrunni.

Frá skálnum var ekiđ eftir vegi niđur á Kaldalsveg. Myndirnar eru teknar til suđurs í Ţjófakrók.

Vegna snjóleysis á Kaldadalsvegi, var ekiđ upp í hlíđar Oks, myndin er tekin í átt ađ Ţórisdal, milli Geitlandsjökuls og Ţórissjökuls.

Ekki var mikiđ um ský á himni, ţó náđist ađ mynda eitt slíkt frá Kaldadal.

Síđasta myndin sýnir Skjaldbreiđ úr vestri.


Einar Kjartansson, eik@klaki.net

[Gutti] [Landmannalugar 2004] [Skófluklif] [Hekla 2003] [Vatnajökull 2003] [Hrafntinnusker 2003] [Hekluvegur] [Ţjófahraun] [Hrafntinnusker 2002] [Landmannalaugar] [Grímsfjall] [Kjölur] [Tölvupóstur] [Búnađur] [Klaki] [Kári]

Síđast uppfćrt 17. Febrúar 2004. Brynja Ásdís Einarsdóttir